top of page

Þjónusta / services

Veitingahús / Restaurant and Café


Samkomuhúsið býður upp á hefðbundinn íslenskan mat í heimilislegu umhverfil. Á boðstólnum er t.d. íslensk kjötsúpa, grænmetissúpa, plokkfiskur, brauðgrautur, rjómapönnukökur, rabbarbarakaka, kleinur og ástarpungar, grasabrauð, auk ýmissa drykkja. Allur matur er búinn til á staðnum og leitast er við að nota hráefni af svæðinu. T.d. kemur allur fiskurfrá sjómönnum á staðnum, kartöflur og rófur koma frá kartöflubændum í sveitinni og kjöt er beint frá býli. 

  Allt áfengi er íslenskt, eins aðrir drykkir, líka sælgæti og ís sem er selt á staðnum. Á þessu eru þó tvær undantekningar. Í Samkomuhúsinu er boðið upp á ,,prinspóló og kók". 

  

Safnasýning / Museum​​

 

Í Samkomuhúsinu er safn matartengdra muna sem segja sögu mataröflunar, matargerðar og neyslu í gegnum tíðina. Reynt er að lýsa því hverning íslensk matarhefð þróaðist og hverning matarmenning Íslendinga hefur breyst og orðið fyrir t.d. erlendum áhrifum.

 

Handverksverslun með íselnskar vörur / Gift shop; handmade sweaters of Icelandic wool, jewelry of Icelandic stones, and more.

 Í Samkomuhúsinu er hægt að kaupa prjónavörur, svo sem peysur, sokka, húfur, vettlinga o.fl. Prjónlesið er eftir konur sem tengjast svæðinu á einn eða annan hátt. einnig er hægt að kaupa handgerð kort, skartgripi úr íslensku grjóti og fleira handverk. 

bottom of page